Takk!

Hæ,

Ég hef fengið ógrynni af hamingjuóskum frá vinum og vandamönnum og ég vil þakka ykkur öllum. Mörg ykkar höfðuð meiri trú á mér heldur en ég sjálfur og ég vil þakka fyrir það líka. Ég mæli ekki með að nota mínar námsaðferðir.

Jólin á næsta leyti. Ég er enn að velta jólagjöfum fyrir mér og einungis búinn að kaupa 3 stykki af ansi mörgum. Gaf sjálfum mér smá jólagjöf með því að skrá mig í bókaklúbb Eddunnar. Pabbi og Erla koma eftir akkúrat viku og ég hlakka ofsalega til að sjá þau.

Annars er ég bara að búa til gardínur þessa dagana. Fátt annað að frétta af mér...jú vantar vinnu...lágmarkslaun eru 8 kókómjólkurmiðar á viku.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæbbs.... Takk fyrir spjallið í dag ;).... Hurru ég veit þú gætir kanski fengið vinnu á fjallinu þar færðu sko fría kókómjólk ;)alltaf hægt að fá e-ð að gera þar.... Tildæmis sárvantar okkur barþjón,nuddara og bara almenna þjóna svo að ég skora á þig að sækja um..... Olræti
Nafnlaus sagði…
Ég var hér...
Rúnabrúna...
Nafnlaus sagði…
Innilegar hamingjuóskir kallinn minn. Það er þungu fargi af mér létt - ég er nefnilega ógislega góð í setja mig í spor annarra. Það er hægt að fá vinnu hérna á Norðurpólnum - við þörfnumst fólks með þverfaglega þekkingu eða interdisciplinary knowledge of curtains and computer science coinciding with good sense of humour and great capacity for bringing up children in Scandinavia while staying online and in contact with friends amongst culinary delicacies. Call me!
Nafnlaus sagði…
Til lukku með áfangann félagi!
Góða skemmtun í gardínugerðinni.
Við sjáumst kannski um eða fyrir jólin.
Með kveðju úr sultunni,
Addsin.
Nafnlaus sagði…
Ætla að athuga hvort ég verð ekki örugglega síðastur að óska þér vel og vandlega til hamingju. Er einmitt að leita mér að fastri vinnu sjálfur en vantar mastersgráðuna til að fara fram á þetta svívirðilega kaup! Sætti mig við 5 svalamiða...

Vinsælar færslur